Slóvakía, falin fjársóður í Mið-Evrópu
Komdu með okkur í ógleymanlegt ferðalag sem býður upp á heillandi náttúrufegurð,- arkitektúr,- og menningu, þar sem saga Evrópu er við hvert fótmál. Matar- og vínmenning sem kemur á óvart og auðvelt er að falla fyrir. Óspillt náttúra og tiltölulega lítill fjöldi ferðamanna gera Slóvakíu jafnframt að ótrúlega spennandi áfangastað. Heimsókn á lítil fjölskyldurekin hótel, - víngerð og veitingastaði á heimsmælikvarða.


Handverksvíngerð
Hittu ástríðufulla víngerðarmenn, smakkaðu einstök vín og njóttu bestu staðbundinnar matargerðar sem völ er á. Við bjóðum upp á matarævintýri þar sem allt er innifalið. Þú ferðast með litlum hóp þar sem leiðsögumaður er heimamaður, menntaður kokkur, með mikla þekkingu og ástríðu fyrir bæði landi og þjóð og þekkir matarvöggu Slóvakíu eins og lófann á sér. Vín,- súrdeigsbrauð,- osta,- pylsu,- og hunangsgerð skv. hefðum liðinna alda, svo fátt eitt sé nefnt. Staðbundin matargerð sem á eftir að leika við bragðlaukanna, koma stórkostlega á óvart og heilla ferðalanga upp úr skónum.
Sérhver ferð er einstök og við viljum að þín sé fullkomin.
Við höfum sérsniðið þessa mjög sérstöku slóvakísku menningarferð fyrir þig, þar sem matar,- og vín upplifunin er í algjörum sérflokki.
Hotel og gisting sem kallar fram bros og vellíðan
Sökktu þér niður í sjarma Bratislava með dvöl á nýju fjögurra stjörnu hóteli í hjarta borgarinnar, slakaðu á í lúxus Glamping athvarfi í sveitinni og upplifðu að vera gestur á fimm stjörnu gallerí-hóteli sem er um leið eitt óvenjulegasta kaffihús sem þú hefur upplifað, undir hinu tignarlega eldfjalli Sitno.


Handverks matargerð og bestu veitingastaðir og kaffihús Evrópu
Láttu dekra við þig með því besta úr slóvakískri matargerðarlist. Njóttu spennandi rétta á bestu veitingastöðum landsins, þar sem matur og vín er parað saman af fagfólki með mikla ástríðu fyrir sínu fagi. Upplifðu brunch í handverksbakaríum og sérvöldum kaffihúsum og bragðaðu á staðbundnum kræsingum frá handvöldum framleiðendum. Við höfum persónulega prófað og valið hvern stað til að tryggja einstaka upplifun.
